22/12/2024

Ljómandi fallegt veður á Hólmavík

vedur

Ljómandi fallegt veður hefur einkennt ágústmánuð á Ströndum. Logn og blíða, hlýtt í veðri og laust við lægðagang. Hólmavíkurlognið er vel þekkt fyrirbæri, enda er þorpið í góðu skjóli í Steingrímsfirðinum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hólmavík í morgun, áður en innlögnin lét á sér kræla.

vedur2 vedur3

Hólmavíkurlognið – Ljósm. Jón Jónsson