26/12/2024

Listi félagshyggjufólks

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur öruggar fréttir af því að fyrsti framboðslistinn í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor sé tilbúinn og er það Listi félagshyggjufólks. Í fyrstu þremur sætum á listanum eru Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Valdemar Guðmundsson og Jón Gísli Jónsson. Búast má við að nú verði listum skilað inn til kjörstjórnar einum af öðrum næstu daga, en skila þarf inn fullbúnum listum fyrir hádegi laugardaginn 6. maí.

Listi félagshyggjufólks er annars þannig skipaður:

1. Rúna Stína Ásgrímsdóttir
2. Valdemar Guðmundsson
3. Jón Gísli Jónsson
4. Ásta Þórisdóttir
5. Ingibjörg Emilsdóttir
6. Bryndís Sveinsdóttir
7. Sverrir Guðbrandsson
8. Ingibjörg Birna Sigurðardóttir
9. Jóhann Lárus Jónsson
10. Gunnlaugur Sighvatsson