05/11/2024

Leitað að heppilegum farsa

540-taningur1

Leikfélag Hólmavíkur ætlar sér að æfa og sýna vel valdan gamanleik nú haustið 2016 og hafa leikfélagar hist tvisvar sinnum og lesið saman leikrit, auk þess sem stjórn félagsins hefur legið yfir leikritasafninu. Ætlunin er að finna fyndinn og fjörugan farsa sem hentar vel til uppsetningar á Hólmavík, en margir leikfélagar á Hólmavík þykja virkilega góðir gamanleikarar. Síðasti farsi sem settur var upp á vegum Leikfélags Hólmavíkur var Með táning í tölvunni sem var settur upp árið 2011. Nánari upplýsingar um starfsemi leikfélagsins má finna á Facebooksíðu þess.