22/12/2024

Kynningarkvöld á Café Riis

Miðvikudagskvöldið 10. október verður haldið kynningarkvöld á Café Riis. Þar verður kynntur fatnaður frá Friendtex og úrvals snyrtivörur frá Avon og Herbalife. Í fréttatilkynningu sem Café Riis sendi frá eru allir hvattir til að mæta á svæðið og kíkja á þessar frábæru vörur, ekki síst ef menn vilja hafa sig til fyrir steikarhlaðborðið, karókíkeppnina og ballið sem verður í Bragganum laugardaginn næstkomandi. Kynningin hefst kl. 20:00 stundvíslega.