23/12/2024

Kynning á styrkjum Menningarráðs á Hólmavík

Föstudaginn 16. mars verður haldin kynning á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða á Hólmavík og um leið er fjallað um gerð styrkumsókna. Fer kynningin fram í Rósubúð, Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík og hefst kl. 17:00. Nú er í fyrsta skipti auglýst eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki til viðbótar við hina hefðbundnu verkefnastyrki hjá Menningarráðinu. Kynningin á Hólmavík er hluti af sambærilegum kynningum víða um Vestfirði, sem fræðast má um á vefsíðu Menningarráðs Vestfjarða www.vestfirskmenning.is. Þar má einnig finna umsóknarblöð og úthlutunarreglur fyrir styrkina.