22/12/2024

Kvennakórinn Norðurljós syngur á 1. maí

Kvennakórinn Norðurljós

Kvennakórinn Norðurljós heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 1. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikunum er síðan fylgt eftir með veglegu kaffihlaðborði í félagsheimilinu á Hólmavík og er það að venju innifalið í miðaverði. Tónleikarnir hefjast kl. 14:00 og er efnisdagskráin létt og skemmtileg. Stjórnandi kórsins er séra Sigríður Óladóttir og undirleikari Viðar Guðmundsson í Miðhúsum. Miðaverð á tónleikana er kr. 3.000.- fyrir 14 ára og eldri, 1.500.- fyrir 6-13 ára og frítt fyrir yngri. Tekið er við greiðslum með kortum.