23/12/2024

Kvennakórinn Norðurljós með tónleika

Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika á Café Riis á Hólmavík fimmtudagskvöldið 26. júní og hefjast þeir kl. 21:00. Blandað efni er á söngskránni og er næsta víst að á meðal efnis verður söngvar sem finna má á diski sem Kvennakórinn hyggst gefa út í haust og tekinn var upp nú í vor. Strandamenn eru hvattir til að skella sér á tónleikana, enda ágætt tækifæri til að hita upp fyrir Hamingjudagana sem haldnir verða um helgina.