22/12/2024

Körfuknattleikslið Geislans sigraði í fyrsta leik

Á föstudaginn fór fram fyrsti leikurinn í sögu körfuknattleiksliðs Geislans frá Hólmavík sem tekur þátt í Íslandsmótinu í körfubolta í karlaflokki í vetur. Leikið var gegn Reykdælum í Borgarnesi og var liðið að þessu sinni var skipað: Sigurði Orra, Arnóri, Andra Frey, Gústa Eysteins,Kolbeini Jósteins, Ragnari Bjé, Benjamín og Palla. Leikurinn endaði 78-61 og fyrsti sigur Geislans á íslandsmótinu í körfu er staðreynd. Liðið keppir í a-riðli 2. deildar í meistaraflokki karla og næsti leikur er í Kennaraháskólanum sunnudaginn 11. okt. kl. 16:00. Andstæðingurinn þar er Smári V.

Geislamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 6-0 á fyrstu tveimur mínútunum með 4 stigum frá Arnóri og 2 frá Kolla. Fyrsti leikhluti endaði síðan 22-18. Í öðrum leikhluta spiluðu Geislamenn af gríðarlegum krafti í vörninni og tókst að byggja upp forskot upp á 17 stig. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var 47-30. Seinni hálfleikur spilaðist svo nokkurn veginn eins og Geislinn vildi, forskotið var í kringum 20 stigin og allir fengu að spreyta sig.

Stig Geislans Skoruðu:

Siggi Orri – 26
Arnór – 17
Gústi – 8
Kolli – 13
Andri –  11
Benjamín – 3

Maður leiksins að mati fyrirliða var Arnór Bjarnason. Þess má geta að þrír eitilharðir stuðningsmenn Geislans voru á pöllunum og voru með mikinn hávaða.