22/12/2024

Kolaport á Hólmavík

645-kolap7

Það verður kolaportsstemmning í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 6. desember. Opnað verður kl. 14:00 og opið til 17:00. Þeir sem setja upp bása og söluborð geta mætt klukkustund fyrr. Það er Taekwondo-deild Geislans sem stendur fyrir Kolaportinu, en búast má við að margvíslegt góss verði á boðstólum og kaffihússtemmning fyrir þá sem vilja setjast niður. Hvetjum alla til að skella sér á Kolaportið.