22/12/2024

Kökubasar í KSH á föstudag

 Nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík standa fyrir veglegum kökubasar með margvíslegu góðgæti í anddyri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík á morgun, föstudaginn 4.nóvember. Eru þeir að safna fyrir Danmerkurferð sem fyrirhuguð er næsta haust, en gagnkvæmar og árlegar heimsóknir við vinabæ Hólmavíkur í Danmörku hafa sett svip á skólastarfið á Hólmavík. Hefst kökusalan kl. 14:30 og stendur yfir meðan birgðir endast.