22/12/2024

Klénsmiður og knattspyrna, fiskiveisla og fjörudagur

Að venju er heilmargt um að vera á Ströndum um helgina. Á Skeljavíkurvelli við Hólmavík er bikarkeppni HSS í knattspyrnu og hefst kl. 13. Áhorfendur eru vel séðir. Sögusýningin Klénsmiðurinn á Kjörvogi opnar kl. 14 í minja- og  handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík og kl. 15 verður dagskrá í félagsheimilinu Árnesi í tengslum við það. Fiskiveislan mikla er yfirskriftin á hlaðborði Café Riis í kvöld. Á sunnudag kl. 13 er fjörudagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi og boðið verður upp á fiskisúpu í Kaffi kind í tilefni af því. Á sama tíma hefst messa í Árneskirkju hinni eldri.