22/12/2024

Keli og Kristján berjast næst

Kristján Sigurðsson sýndi litla miskunn í tippkeppni strandir.saudfjarsetur.is í um síðustu helgi þegar hann lagði Jón Eðvald Halldórsson að velli með níu stigum gegn sjö. Kapparnir skiptust á um að hafa forystu þar til í seinni hálfleik leikjanna, en þá seig Kristján fram úr og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. strandir.saudfjarsetur.is þakka Nonna kærlega fyrir þátttökuna í leiknum, en hann skoraði á sinn gamla lærimeistara úr rækjuvinnslunni á Drangsnesi, Everton-manninn Jóhann Áskel Gunnarsson (Kela), að keppa við Kristján í næstu umferð. Spár Kela og Kristjáns birtast hér á vefnum árla jóladags en leikirnir verða spilaðir annan í jólum. Stöðuna í leiknum og úrslit síðustu helgar má sjá hér fyrir neðan:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
3-4. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
3-4. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
5. Kristján Sigurðsson – 1 sigrar (1 jafnt.)    
6. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
7. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
8-10. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
8-10. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
8-10. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

NONNI

KRISTJÁN

1. West Ham – Newcastle

2

2

2

2. Fulham – Blackburn  

1

1

1

3. Everton – Bolton

2

X

2

4. Wigan – Charlton

1

1

X

5. Portsmouth – WBA

1

2

2

6. Man. City – Birmingham

1

1

1

7. Millwall – Reading

2

2

2

8. Wolves – Leeds

1

2

1

9. Burnley – Watford

1

1

1

10. Luton – Stoke

2

1

1

11. Plymouth – C. Palace

1

2

2

12. Norwich – Southampton

1

1

1

13. Sheff. Wed. – Ipswich

2

X

2

7 réttir

9 réttir