22/12/2024

Kaupfélag Steingrímsfjarðar 110 ára

Athafnasvæði KSH á HólmavíkÁ laugardaginn verður opið hús í Félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 15:30 og 17:30 í tilefni af 110 ára afmæli Kaupfélags Steingrímsfjarðar á þessu ári. Félagsmenn í Kaupfélaginu og aðrir viðskiptamenn þess eru boðnir hjartanlega velkomnir á opna húsið. Kaupfélagið var stofnað 29. desember 1898 á Heydalsá við Steingrímsfjörð og hét upphaflega Verslunarfélag Steingrímsfjarðar og var fyrst eins konar pöntunarfélag. Fljótlega var komið á fót verslun á Hólmavík á vegum Kaupfélagsins eða 1902, en Hólmavíkurþorp var varla til sem slíkt á þessum tíma.