22/12/2024

Karoke-keppnin að hefjast

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík stendur fyrir karaokekeppni nú í haust, líkt á síðasta ári, og er um að ræða keppni milli vinnustaða. Hver vinnustaður má senda tvo þátttakendur til leiks og rennur skráningarfrestur út núna á miðvikudaginn 20. september. Aldurstakmark er 18 ár. Fyrst verður haldið eitt undanúrslitakvöld sem fram fer í Bragganum laugardaginn 30. september. Þar mun hver þátttakandi flytja eitt lag og verða átta keppendur valdir úr þeim hóp til þess að taka þátt í úrslitakvöldinu sem fram fer í Bragganum laugardaginn 14. október.

Keppnin fer í grófum dráttum þannig fram að væntanlegir þátttakendur skrá sig, undirbúa sig í um það bil eina viku og hafa aðstöðu til æfinga á Café Riis. Eingöngu verður hægt að velja lög til flutnings af karaoke- eða instrumentaldiskum sem aðgangur er að á staðnum.

Bjarni Ómar mun halda utan um undirbúning og framkvæmd keppninar ásamt starfsfólki Café Riis. Hann mun einnig sjá um hljóð og tæknimál og vera keppendum sem þess óska innan handar með lagaval o.fl. 

Sé nánari upplýsinga óskað um fyrirkomulag eða skipulag keppninnar er hægt að hafa samband við Bjarna í síma 892-4666 eða 465-1344. Skráning fer fram hjá Báru í síma 897-9756 eða Rúnu Mæju í síma 896-4829
 
Athugið að síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 20. september n.k.