22/12/2024

Karaokekeppni í Bragganum


Það verður mikið um dýrðir í tónlistarlífinu á Ströndum um helgina. Á laugardaginn 13. október kl. 21:00 verður árleg karaoke-keppni haldin í Bragganum á Hólmavík, en það er Café Riis á Hólmavík sem stendur fyrir keppninni. Verður væntanlega mikið um dýrðir að venju, en keppni þessi hefur verið feykivinsæl síðustu árin og keppendur lagt mikinn metnað í söngatriði sín, búninga og sviðsframkomu. Gestasöngvari á keppninni er Heiða Ólafs. Eftir keppni verður síðan stórdansleikur á Café Riis, þar sem Stebbi rokk heldur uppi fjörinu.