22/12/2024

Kaldrananeshreppur með heimasíðu

Nú hefur verið settur upp og opnaður nýr vefur Kaldrananeshrepps á vefslóðinni www.drangsnes.is. Þar má meðal annars fræðast um sveitarfélagið og starfsemi þess, þorpið Drangsnes, Grunnskólann á Drangsnesi, Bryggjuhátíðina góðu og ferðaþjónustu í hreppnum. Tilgangur vefjarins er að veita upplýsingum og fréttum til íbúa hreppsins, ásamt upplýsingum til ferðamanna og þeirra sem áhuga hafa á öllu sem tengist honum.