22/12/2024

Kæri kjósandi

Aðsend grein: Herdís Á. Sæmundardóttir
Á laugardaginn getur þú ráðið úrslitum um hvort rödd okkar nær inná Alþingi. Samkvæmt könnunum hlýtur einn frambjóðandi af þessu svæði örugga kosningu og ég er líklegust af öðrum frambjóðendum til að ná þingsæti fyrir utan hann. Ég hef víðtæka reynslu sem ég vil nýta til að efla landsbyggðina og bæta hag okkar sem þar búum. Við þurfum á fleiri talsmönnum að halda og ég er reiðubúin að axla þá ábyrgð. Með erindi þessu leita ég til þín eftir stuðningi í kosningunum á laugardaginn og tryggja þannig svæðinu  tvo þingmenn. X við B.


Herdís Á. Sæmundardóttir.