26/12/2024

Jólin nálgast

Nú er komið fram yfir miðjan nóvember og jólin nálgast. Í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík er jólavarningurinn kominn í hillurnar og sjálfsagt líka í fleiri búðum og kætast þá bæði ungir og aldnir, enda eru jólin flestum kærkomin hvíld frá amstri hversdagsins. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn til að fara nú að skella upp jólaseríunum eða kveikja á þeim ef þær hanga ennþá uppi frá í fyrra. Einstaka ljós er farið að sjást í glugga og blessuð jólaljósin lífga mjög upp á skammdegið því nú er orðið dimmt mest allan sólarhringinn.