22/12/2024

Jólatónleikar með Regínu Ósk 13. des

Þriðjudaginn 13. desember heldur Regína Ósk jóla- og fjölskyldutónleika í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20:00. Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og við innganginn, en miðaverð er 2.900.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára. Frítt föruneyti tekur þátt í tónleikunum, Haraldur Vignir spilar á píanó og hljómborð, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu, auk þess sem Svenni Þór, maður Regínu, og Aníta dóttir hennar koma fram. Einnig syngur barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju með Regínu undir stjórn Sigríðar Óladóttur.