22/12/2024

Jóladagatal Strandagaldurs hefst 12. desember

Jóladagatal Strandagaldurs hefur göngu sína þann 12. desember að venju. Að þessu sinni verður fylgst með jólastráknum Tuma sem er með jólasveina á heilanum. Hann hleypur um fjöll og firnindi til að hitta jólasveinana þrettán. Á vegi hans verða fjöldi barna sem eru í yfirleitt í fjallgöngu á öðrum forsendum og þau taka á tal saman um jólin og jólaundirbúninginn. Það eru þrettán börn úr leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík sem Tumi tekur tali, eitt á hverjum degi, þrettán dögum fyrir jól. Meðfylgjandi er kynningarmyndband þar sem allar persónur Jóladagatals Strandagaldurs eru kynntar til sögunnar og hvaða dag þær birtast. Jóladagatal Strandagaldurs er einnig hægt að kaupa á DVD í fullum gæðum með því að smella hér.