22/12/2024

Jólaböllin í dag

Jólaböll eru víða á dagskránni í dag. Bæði á Drangsnesi og Hólmavík eru hefðbundin jólaböll í samkomuhúsum staðanna og hefjast á báðum stöðum kl. 14:00. Ekki þarf að efast um að gengið verður í kring um einiberjarunn og jólasveinar líta væntanlega við á dansinum. Í kvöld verður einnig dansleikur í Bragganum á Hólmavík fyrir 18 ára og eldri, en þar spila Bjarni Ómar og Stebbi fyrir dansi frá kl. 23:00 og fram eftir nóttu. Veitingar verða ekki seldar á staðnum.