22/12/2024

Íþróttahátíð á laugardaginn

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin næstkomandi laugardag, 28. janúar, og hefst kl. 10:00 (börnin skulu mæta 20 mínútum fyrr). Um er að ræða árlega hátíð þar sem nemendur í öllum bekkjum sýna listir sínar í ýmsum íþróttum og leikjum og skora stundum á foreldra sína og aðstandendur í keppni við mikinn fögnuð annarra áhorfenda. Myndir frá hátíðinni í fyrra má finna undir þessum tengli. Allir eru velkomnir á íþróttahátíðina. Um kvöldið verður síðan ball í skólanum, hefst kl. 20:00 og stendur til 22:00.