26/12/2024

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli

Meistaramót í Hrútadómum fer fram á Sauðfjársetri á Ströndum laugardaginn 22. ágúst og hefst skemmtunin kl 14:00. Verður að venju þuklað á hrútunum í tveimur flokkum, óvanir og hræddir verða hafðir sér í hópi og síðan verða þaulvanir hrútaþuklarar og bændur í hinum flokknum, þeir sem kunna að stiga hrútana. Eiga menn að finna út gæðaröðina á hrútunum með hendurnar einar að vopni. Núverandi Íslandsmeistari í hrútadómum er Björn Torfason á Melum í Árneshreppi. Meðfylgjandi eru nokkrar valdar myndir frá fyrri árum:

1

bottom

saudfjarsetur/580-hrutadomar10.jpg

saudfjarsetur/580-hrutadomar9.jpg

saudfjarsetur/580-hrutatukl3.jpg

saudfjarsetur/580-hrutatukl5.jpg

saudfjarsetur/640-hrutadomar4.jpg

Myndir frá Hrútadómum síðustu árin – fleiri myndir á www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur