22/12/2024

Íbúar í hreppunum þremur á Ströndum 664 talsins

645-skolafolk

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum eru íbúar í hreppunum þremur á Ströndum  664 talsins þann 1. janúar síðastliðinn. Fjöldinn skiptist þannig að 506 eiga lögheimili í Strandabyggð, 105 í Kaldrananeshreppi og 53 í Árneshreppi. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúafjölda síðustu árin á svæðinu, til samanburðar voru samtals 499 íbúar samtals árið 2006 í hreppunum tveim sem sameinuðust sama ár í Strandabyggð, í Kaldrananeshreppi bjuggu þá 112 og 50 í Árneshreppi.

Eftirfarandi tafla er fengin frá Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á fjögurra ára fresti í sveitarfélögum á Vestfjörðum miðað við sveitarfélagamörk eins og þau eru nú:

mannfjoldi