27/12/2024

Íbúafundur vegna Hamingjudaga

Hamingju-Hrólfur hliðvörðurÍ kvöld, fimmtudag, verður íbúafundur á Hólmavík vegna Hamingjudaga. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst klukkan 20:00. Það er Menningarmálanefnd Strandabyggðar sem stendur fyrir fundinum þar sem rætt verður fram og aftur um bæjarhátíðina Hamingjudaga. Þarna gefst íbúum tækifæri til að kynna sér dagskrána og skipulag Hamingjudaganna áður en herlegheitin hefjast.