22/12/2024

Húsbyggingar í Kollafirði og á Hólmavík


Verklegar framkvæmdir hafa verið býsna áberandi á Ströndum síðustu daga. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór um Hólmavík fyrir helgi var verið að steypa sökkla undir raðhúsið sem þar á að rísa á vegum Hornsteina ehf. við Miðtún. Sjálfstæður sökkull er steyptur fyrir hverja íbúð. Þetta er þó ekki eina íbúðarbyggingin sem er unnið að í Strandabyggð, því síðustu vikur hefur risið íbúðarhús á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði og er nú búið að loka húsinu. Fá ár eru síðan nýtt íbúðarhús var einnig reist á Miðhúsum í Kollafirði.

0

Nýtt íbúðarhús á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði

bottom

frettamyndir/2012/645-litlafjardarhorn1.jpg

frettamyndir/2012/645-midtu5.jpg

frettamyndir/2012/645-midtu3.jpg

frettamyndir/2012/645-midtu2.jpg

frettamyndir/2012/645-midt2.jpg

Framkvæmdir við sökkulinn fyrir raðhús við Miðtún – ljósm. Jón Jónsson