23/12/2024

Húnvetnskar konur á Ströndum

Um fjörutíu konur úr Húnavatnssýslu heimsóttu Strandir í dag í orlofsferð húsmæðra og fengu blíðskaparveður. Ferðin hófst með heimsókn á Sauðfjársetrið í Sævangi þar sem drukkið var kaffi og sögusýningin skoðuð og þaðan lá leiðin á Galdrasafnið á Hólmavík áður en farið var í siglingu með Sundhana á Drangsnesi og þaðan í Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Það var létt yfir hópnum á Sauðfjársetrinu í hádeginu þar sem fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók meðfylgjandi myndir. Konurnar eru líklega í kvöldverði á Hótel Laugarhóli þegar þetta er ritað, áður en þær halda aftur heim í Húnaþing.

Á Sauðfjársetrinu – Ljósm. Dagrún Ósk.