23/12/2024

Hundrað Hólmvískar konur tóku þátt

3,8 tonn af kvenlegum þokka gekk um götur Hólmavíkur í tilefni Kvennadagsins, en hópurinn sem hóf gönguna taldi 58 konur. Gangan hófst við pósthúsið og var komið við hjá hafnarvoginni og hópurinn vigtaður. Síðan var gengið áfram inn Hafnarbraut og beygt upp Læknishallann og eftir Borgabrautinni til að hrópa hvatningarorð til kvenna sem þurftu að inna skyldustörfum á sjúkrahúsinu áður en haldið var inn að Kópnesi og þaðan að sundlauginni þar sem flestar konurnar nutu ylsins áður en haldið var á Café Riis, þar sem fleiri konur biðu eftir þeim.

Þar beið kakó, vöfflur og smurbrauð eins og hver gat í sig látið og sönghópur kvenna á öllum aldri söng nokkur lög við undirspil Ásdísar Jónsdóttur. Mikil gleði ríkti á samkomunni sem fyllti veitingastaðinn en um 80 konur komu þar saman. Óhætt er að áætla að u.þ.b. 100 konur hafi tekið þátt í Kvennadeginum með einum eða öðrum hætti á Hólmavík. Myndirnar að neðan eru frá Kvennadeginum á Hólmavík 2005.

Fjöldi kvenna tók þátt í Kvennadeginum á Hólmavík

frettamyndir/2005/580-kvennadagur02.jpg
frettamyndir/2005/580-kvennadagur04.jpg
frettamyndir/2005/580-kvennadagur06.jpg