22/12/2024

Húmorsþing á Ströndum framundan

Þriðja Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið 1. og 2. apríl næstkomandi. Húmorsþingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Það er nú haldið í þriðja sinn á Café Riis. Á dagskránni verður meðal annars uppistand grínsnillingsins Þorsteins Guðmundssonar ásamt nýrri uppistöndurum á borð við Írisi Ellenberger. Einnig verður á boðstólnum barþraut (pub quiz) um íslenska kímni, kvikmyndasýningar og skemmilegir fróðleikspistlar. Auk þess verður í annað sinn efnt til grínkeppninnar sívinsælu Orðið er laust. Nánari upplýsingar í síma 8661940 og netfangi dir@icef.is. Dagskrá nánar auglýst síðar.