05/10/2024

Hrútafundur í Sævangi kl. 13:30

Í dag verður haldinn kynningarfundur um hrúta á sæðingarstöðvum landsins í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Hefst fundurinn kl. 13:30 og eru allir áhugasamir sauðfjárræktendur hvattir til að mæta. Hrútaskráin ætti að vera farin í dreifingu þannig að bændur geta svo fylgt fundinum eftir með lestri á henni. Á Ströndum verður eins og áður tekið sæði bæði frá Sæðingastöð Vesturlands og af Suðurlandi. Allar pantanir á sæði fara fram í gegnum Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, s. 451-2602 og amj@bondi.is.