26/12/2024

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið

Hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum er lokið. Þar sem nýr ljósleiðari var lagður á síðustu tveimur árum í Ströndum og Djúpi var einnig lagður þriggja fasa rafstrengur í jörð. Við þetta styrkjast innviðir í raforku og fjarskiptakerfi Vestfjarða umtalsvert. Fjarskiptasjóður, Orkubú Vestfjarða, Míla, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Öryggisfjarskipti sem er í eigu ríkisins og Neyðarlínunnar, komu að verkefninu. Fyrri hluti lokaáfangans fór fram sumarið 2015 þegar lagður var ljósleiðari og rafmagnsstrengur úr botni Hrútafjarðar norður á Hólmavík. Seinni áfanginn var í nokkurri óvissu eftir að einungis eitt tilboð barst í lagninguna, langt yfir kostnaðaráætlun. Sá hluti var í Ísafjarðardjúpi og málið leystist þegar ákveðið var að Neyðarlínan ynni að verkefninu og nú er lagningu strengs lokið þar líka. Eftir er að tengja sveitabæi og fyrirtæki við ljósleiðarakerfið og Drangsnesingar voru sviknir um að ljósleiðari yrði lagður þangað eins og vilyrði höfðu verið gefin um.