22/12/2024

Hreinsunarátak í Strandabyggð

Mjög góð þátttaka var í umhverfisdegi fyrirtækja og stofnana á Hólmavík í gær og mun Áhaldahús Strandabyggðar af því tilefni bæta við þjónustu í dag, föstudaginn 24. júní 2011. Þeir vinnustaðir sem óska eftir að láta fjarlægja rusl geta haft samband við Snorra Jónsson í síma 861-4806. Pantanir eru teknar niður milli kl. 8:00 – 12:00. Á laugardag er framundan umhverfisátak íbúa í Strandabyggð sem taka þá höndum saman og hreinsa til í kringum hús sín og á opnum svæðum. Á vef Strandabyggðar kemur fram að sveitarfélagið fagnar góðri þátttöku og hverri ferð sem farin er með rusl á sinn stað.

bottom

frettamyndir/2011/640-ruslaatak1.jpg

Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sem jafnframt gegnir stöðu hafnarstjóra Hólmavíkurhafnar gekk á undan með góðu fordæmi í gær. Af óþekktum ástæðum hefur undanfarnar vikur safnast upp ruslahaugur við endann á smábátabryggjunni sem var mikið lýti á hafnarsvæðinu. Hafnarstjórinn gekk í að fjarlægja ruslið með starfsmönnum hreppsins og nú er svæðið á ný til mestu prýði.