22/12/2024

Hraðakstur við Hólmavík

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum, allir í nágrenni við Hólmavík. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 Í liðinni viku voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Í þessum tilfellum var um minniháttar óhöpp að ræða og ekki slys á fólki.  Þriðjudaginn 8. feb., var haldin almannavarnaræfing í Bolungarvíkurgöngunum og var þeim lokað í rúman klukkutíma frá 19:00-20:00. Að sögn þeirra sem þátt tóku í æfingunn tókst hún vel.

Fimmtudaginn 10. feb., var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarveg á Ísafirði, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn. Sem betur fer reyndist ekki um eld að ræða, heldur hafði gleymst pottur á eldavél.

Föstudaginn 11. feb., gekk hvassviðri yfir Vestfirði og losnuðu þakplötur á nokkrum húsum, á Ísafirði og Patreksfirði og voru björgunarsveitarmenn kallaði til aðstoðar. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum tilfellum.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipa lögreglu.