30/10/2024

Hnökrar á netsambandi

Hnökrar hafa verið á netsambandi í gegnum örbylgjuloftnet við Steingrímsfjörð síðustu daga, umfram það sem venjulegt er og viðvarandi. Kveður svo rammt að truflunum að jafnvel mestu þverhausar í hópi fréttaritara hafa misst þolinmæðina á köflum og velta alvarlega fyrir sér að snúa sér að áhugamálum en tölvuvinnu. Truflanir koma niður á uppfærslum hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is, sérstaklega er erfitt er að eiga við innsetningu og vinnu með myndir. Uppfærsla á fréttum er því stopulli en venjulega og myndir með afmæliskveðjum birtast eftir dúk og disk.