23/12/2024

HM-fjör á Café Riis

Það var fullt út úr dyrum í pakkhúsinu á Café Riis þegar Ítalir og Frakkar léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Café Riis hefur sýnt alla leiki keppninar og hefur það mælst afar vel fyrir hjá knattspyrnuunnendum. Ítalir fóru með sigur af hólmi í keppninni eftir vítaspyrnukeppni og var mikið klappað, stappað og allt að því öskrað á Café Riis þegar kom að ögurstundu, en skallatækni Zinedine Zidane örskömmu fyrr í leiknum vakti ekki jafn mikla hrifningu áhorfenda. Jafnmargir virtust vera á bandi beggja þjóða – ekki var hægt að greina marktækan mun á hávaða og hvatningarhrópum. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is tékkaði á stemmningunni og tók nokkrar myndir.

atburdir/2006/580-hm-urslit.jpg

atburdir/2006/580-hm-urslit3.jpg

atburdir/2006/580-hm-urslit5.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson