22/12/2024

Hlaupararnir komu allir af fjöllum

Á laugardaginn síðasta varð fjallvega- og skemmtihlaupið Þrístrendingur að veruleika og tóku hlauparar víðs vegar af landinu þátt í því. Leiðin lá um þrjár sýslur, Dalasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu og Strandasýslu, þrjá firði, Gilsfjörð, Kollafjörð og Bitrufjörð, og þrjá fjallvegi, Steinadalsheiði, Bitruháls og Krossárdal. Þetta er í fyrsta skipti sem þessir heiðarvegir eru hlaupnir allir í lotu og því um sannkallað frumhlaup að ræða. Voru menn kátir og ánægðir með ferðalagið, þegar hlaupinu var lokið og allir komnir til byggða.

Hlaupið var frá Kleifum í Gilsfirði um Steinadalsheiði norður í Kollafjörð, þaðan yfir Bitruháls að Gröf í Bitru og loks um Krossárdal aftur suður að Kleifum. Meira var lagt upp úr að halda hópinn og hlaupa sér til skemmtunar, en að fara eins hratt og fætur toga. Samtals er vegalengdin á við maraþonhlaup eða 42,5 km
580-thristrendingur4 580-thristrendingur3 580-thristrendingur2 580-thristrendingur1
Hlaupið um fjöll og firnindi. Meðfylgjandi myndir eru fengnar hjá Stefáni Gíslasyni, teknar af honum og fleirum, og hægt er að skoða fleiri myndir á Facebook síðu Þrístrendings þar sem hlaupið er skráður viðburður.