22/12/2024

Héraðsmót á Sævangsvelli

Á morgun, laugardaginn 5. júlí, verður haldið Héraðsmót í frjálsum íþróttum á Sævangsvelli. Mótið er að vanda á vegum Héraðssambands Strandamanna og hefst kl. 11:00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Allmargir munu hafa skráð sig til keppni, enda er mótið einn allra stærsti viðburðurinn í íþróttalífi Stranda yfir sumarið. Í Sævangi verður kaffihlaðborð af minni gerðinni og heimilislegra taginu á boðstólum hjá Sauðfjársetrinu sem þar er til húsa. Verð á kaffið er kr. 800 fyrir fullorðna, 400 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri. Þá verður sjoppan einnig opin. Strandamenn eru hvattir til að kíkja mótið og hvetja sitt fólk til dáða.