22/12/2024

Haldið upp á kvennréttindadaginn á Byggðasafninu á Reykjum

Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig í auknum mæli á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Þar er ætlunin að fagna kvennréttindadeginum 19. júní með því að bjóða konur sérstaklega velkomnar á safnið og til að hlýða á dagskrá helgaða konum sem verður á safninu kl. 14:00. Einhvern glaðning fá konurnar líka í tilefni dagsins. Karlmenn eru að sjálfsögðu velkomnir líka þennan dag sem aðra daga sumarsins.