22/12/2024

Hafísmyndir af Ströndum

Frá Munaðarnesi. Ljósm: Jón G.G.Hafísinn er nú landfastur í nyrstu byggðum Stranda, en ansi nöturlegt er orðið um að litast í Trékyllisvík og þar norður af. Ljósmyndarar og fréttaritarar strandir.saudfjarsetur.is norðan úr Árneshreppi og suður í Steingrímsfjörð, ljósmynduðu stöðu íssins hér og þar um Strandir í gær sem birtast nú hér í myndasafninu á strandir.saudfjarsetur.is.

Veðurstofan hefur birt loftmynd af hafísnum við norðurströnd landsins. Þar sést glöggt hvernig ístunga teygir sig suður eftir Ströndum Tengill inn á loftmyndina sem var einnig tekin í gær, þann 15. mars, er hér.

Ljósmyndirnar eru frá Bjarnheiði J. Fossdal á Melum, Jóni G. Guðjónssyni í Litlu Ávík, Óskari Torfasyni á Drangsnesi, Jóni Halldórssyni frá Hrófbergi og Jóni Jónssyni á Kirkjubóli.

.

Ófeigsfjarðarflói er fullur af ís.
Þessa mynd tók Jón G. Guðjónsson af Munaðarnesi yfir Ófeigsfjarðarflóa að Drangaskörðum. Fleiri myndir er af hafískönnunum á Ströndum er að finna hér.