22/12/2024

Guðsþjónustur um páskana á Ströndum

580-kollafjardarneskirkja

Í tilkynningu frá sóknarpresti er yfirlit um messur um páskana. Á skírdag verður guðsþjónusta í Kollafjarðarneskirkju kl. 14:00 þar sem Guðbjartur Þór Elíasson í Miðhúsum verður fermdur. Föstudaginn langa verður guðsþjónusta í Árneskirkju kl. 14 og á páskadag verður messað í Hólmavíkurkirkju kl. 11, Drangsneskapellu kl. 13:30 og Óspakseyrarkirkju kl. 16.