22/12/2024

Góugleði á Hólmavík um helgina

640-goa19

Hin árlega Góugleði verður haldin á Hólmavík á laugardagskvöldið 27. febrúar og er húsið opnað kl. 19:30. Þar verður að venju mikið um dýrðir, heimatilbúin skemmtiatriði, veislumatur frá Café Riis og ball með Stuðlabandinu. Fjöldi Strandamanna mætir jafnan á Góuna og sama gildir um brottflutta og skólanemendur sem dvelja vetrarlangt í fjarlægum landshlutum. Viðburðurinn er nánar auglýstur á Facebook undir heitinu Góugleði Strandamanna 2016.