26/12/2024

Góugleði á Hólmavík á laugardag

Æfingar fyrir árlega Góugleði á Hólmavík hafa verið langar og strangar, en gleðin verður haldin á laugardaginn næsta, 27. febrúar. Verður mikið um dýrðir að venju, glæsilegur matur frá Café Riis, vegleg skemmtiatriði og svo munu stuðboltarnir í Sniglabandinu spila á ballinu. Enn er hægt að tryggja sér miða á gleðina, með því að ræða við Kela í síma 865-6170. Miðaverð er 6.800.- á öll herlegheitin, en 2.500.- á ballið eingöngu.

Forsala fer fram á morgun, fimmtudag, milli kl. 17:00-19:00 í Félagsheimilinu.