23/12/2024

Göngukort væntanleg í vor

Ferðamálasamtök Vestfjarða vinna nú að útgáfu göngukorta fyrir allan Vestfjarðakjálkann. Fyrstu fjögur kortin af sjö eiga að koma út í vor og ná þau yfir sunnanverða Vestfirði, Reykhólasveit, Dali og Strandir sunnan Hólmavíkur. Það er Helgi M. Arngrímsson frá Borgarfirði eystri sem hefur umsjón með vinnu að verkefninu og hefur Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík aðstoðað hann með því að benda á tengiliði í héraði, vísa á heimildir og lesa yfir kort og texta.

Arnar S. Jónsson forstöðumaður Sauðfjárseturs á Ströndum og Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs rabba við Helga um sögustaði og gönguleiðir sem eiga vel heima á göngukorti Ferðamálasamtakanna – ljósm. Jón Jónsson