22/12/2024

Gómsætir sjávarréttir á boðstólum

Nú stendur undirbúningur Lionsklúbbsins á Hólmavík fyrir sjávarréttakvöld sem hæst, en það verður haldið laugardagskvöldið 5. nóvember næstkomandi. Nú er hver að verða síðastur með að skrá sig en það er hægt að gera með því að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844). Húsið opnar 19:30 og verð er 3.500 (ekki posi). Ágóði af kvöldinu verður að venju varið til góðra málefna í þágu samfélagsins.