26/12/2024

GóGó-píurnar sigruðu í Vestfjarðasamfés

Vestfjarðariðillinn í söngkeppni Samfés var haldinn í Súðavík í kvöld og tóku alls 10 atriði þátt í keppninni frá félagsmiðstöðvum á Ísafirði, Súðavík og Hólmavík. GóGó-píurnar sem sigurðu í undankeppninni á Hólmavík gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Vestfjarðakeppnina ásamt atriði The Cutaways frá Súðavík sem fluttu Kyrrlátt kvöld. Fara þau tvö atriði í landskeppnina sem haldin verður syðra fyrstu helgi í mars. Nú er að hefjast ball í Súðavík með Haffa Haff og síðan heldur hópurinn heimleiðis, en fjölmargir nemendur í 8.-10. bekk skelltu sér vestur í fjörið. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar Gógó-píunum hjartanlega til hamingju með sigurinn. Lagið sem GóGó-píurnar fluttu var Do Lord með íslenskum texta eftir Arnar Jónsson.