26/12/2024

Góðir hlutir gerast hratt

„Góðir hlutir gerast stundum hratt," segir Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, í nýrri grein sem birtist í dag hér á vefnum undir flokknum Aðsendar greinar. Þar ræðir Einar um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fjármagn í vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal á næstu þremur árum og hvetur til að undirbúningsvinnu verði hraðað sem mest.