21/12/2024

Góðgæti í boði, gota og lifur, gellur og kræklingur

Starfsmannafélag Fiskvinnslunar Drangs á Drangsnesi verður á Hólmavík frá klukkan 15:00-17:00 á morgun, fimmtudaginn 15. mars, með margvíslegan söluvarning. Verður með góðgætið við verslun Kaupfélags Streingrímsfjarðar og býður m.a. til sölu gotu og lifur, gellur, bútung, hausa, steinbít, ferskan krækling og fleira. Þeir sem vilja panta fyrirfram geta haft samband við Fiskvinnsluna Drang í síma 451 3239.