22/12/2024

Góð reisa á Bolungarvík

Nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík gerðu góða reisu á íþróttahátíðina í Bolungarvík fyrir nokkru. Á íþróttahátíðinni sem þar er haldin ár hvert keppa nemendum í 8.-10. bekkjum grunnskólanna á Vestfjörðum í ýmsum íþróttagreinum. Okkar fólk kom með þrjá bikara heim, fyrir badminton drengja, körfubolta drengja og víðavangshlaup stúlkna. Þátttaka í ferðinni var mjög góð, en fararstjórar með krökkunum voru þau Ingibjörg Emilsdóttir og Bjarni Ómar Haraldsson. Lagt var upp frá Hólmavík seinnipart fimmtudags og komið heim að diskóteki loknu aðfararnótt laugardags. Bílstjórar voru Alfreð Gestur Símonarson og Gunnar Jónsson.