22/12/2024

Góð ferð í Bolungarvík

Krakkarnir í 8.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík gerðu góða ferð á Íþróttahátíð í Bolungarvík nú á föstudaginn. Lið skólans lenti í 3. sæti í fótbolta og körfubolta stúlkna, 4. sæti í fótbolta drengja og 3. sæti í körfubolta drengja. Þá varð lið skólans á Hólmavík í 2. sæti í sundi, skák og badminton drengja og í 1. sæti í badminton stúlkna, en það var Sigrún Björg Kristinsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og sigraði alla andstæðinga sína. Alls fóru 16 krakkar og endaði hátíðin með diskóteki í Félagsheimilinu Víkurbæ, þar sem að hólmvísk hljómsveit spilaði í hléi.