27/12/2024

Gó-kart, Drekktu betur og mótorkrossmót á Hamingjudögum

Marimba á HamingjudögumMikið verður um að vera á Hamingjudögum á Hólmavík 27.-29. júní næstkomandi. Má þar meðal annars nefna dansleik með Veðurguðunum og unglingapartí 11-16 ára með DJ Óla Geir og DJ Andra Ramirez, spurningakeppnina Drekktu betur, Hólmvíska hamingjutóna og hnallþóruveislu, gönguferðir og ljósmyndasýningar, fyrir utan hefðbundna dagskrá á sviði á laugardeginum. Furðuleikarnir verða á sínum stað í Sævangi á sunnudegi. Hægt verður að komast í Gó-kart á hafnarsvæðinu frá föstudeginum og Paintball (litbolta) í Brandskjólum, siglingar og sjóstöng með Sundhana og á hestbak með Strandahestum. Einnig eru á dagskránni mótorkrossmót, golfmót og fótboltamót.

Dagskrá hátíðarinnar og nýjustu fréttir má nálgast á vef Hamingjudaga á Hólmavík – www.hamingjudagar.is.